Kennslustund í dönsku
Amman er komin til landsins. Að þessu sinni kemur hún með "unga" frænku sína með sér. Rétt um fertugt og heitir Susanne. Hún talar ekki íslensku þannig að ég hef síðustu daga verið að reyna að segja eitthvað gáfulegt á dönsku. Það gengur svona svona. Sem betur fer dregur mamma mig í land ef mér verður orðaskortur. Meðal orða sem ég hef strandað á: þríhyrningur (trekant! bien sur), orgel, viti og sundbolur (badedragt segir mamma).
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home