sunnudagur

Halltu ró þinni í Trönuhjalla 5
Flutt er í stigaganginn fjölskylda af slavneskum ættum með tinnusvart hár og löng gáfuleg nef. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þau bera hið skemmtilega ættarnafn Panic. Herra og frú Ofsahræðsla eiga lítinn dreng, og af vaxtarlagi konunnar mun bætast við í hóp Ofsahræðslu-fjölskylunnar innan skamms. Reyndar hafa kunnugir reynt að skemma fyrir mér skemmtunina og segja að Panic sé borið fram Paníts eða eitthvað. Ég læt það ekki á mig fá og fer alltaf að brosa þegar ég horfi á dyrabjölluna þar sem stendur stórum stöfum Panic!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home