föstudagur

Mikil gleði
Á eftir erum við fjölskyldan að fara upp í fullkláraðan bústaðinn í fyrsta sinn. Það ríkir mikil eftirvænting og búleiks-fílingur. Það á hinsvegar eftir að finna nafn og fjölskyldumeðlimir ekki á eitt sáttir með tillögurnar sem upp hafa komið: Systir míns stakk upp á Elliglöp og Peningahýt. (Didda er ekki allaf smekkleg). Mamma vill eitthvað hefðbundið sem helst endar á -mörk þar sem bústaðurinn situr við skógarmörk. Þá stakk Guðni uppá Ellimörk. Mér barst til eyrna eitt alveg frábært: Frábær! En það er held ég frátekið. Uppástungur vel þegnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home