sunnudagur

Það veltur á Nóa


Eftir nokkurra vikna æfingar gerðist það í dag að Nói Pétur Á. Guðnason snéri sér í fyrsta sinnið. Beið með það þangað til við foreldrarnir og amman sáu til. Að sjálfsögðu uppskar strákur mikið hrós og sennilega er hann fyrsta barnið til að læra að snúa sér, miðað við fagnaðarlætin. Eftir það var hann óstöðvandi við að æfa þetta nýja bragð.

7 Comments:

At 20/3/06 1:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Velti hann sér til hægri eða vinstri. Það skiptir rosalega miklu máli. Eftir að hafa kynnst drengnum að þá þori ég að leggja háar upphæðir undir um að hann hafi farið vinstri leiðina. Til hamingju Nói.Kv.Heimir

 
At 20/3/06 2:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég legg undir á móti Heimi að hann hafi velt sér yfir á hægri, Nói fær 1000 kr frá vini sínum Vídó og Gunnari Birgis ef að veltingurinn var til hægri.

 
At 20/3/06 3:05 e.h., Blogger Ásdís said...

Hann Nói hefur verið hægrisinnaður frá því í móðurkviði. Lá alltaf þar. Og hann snéri sér auðvitað til hægri og kann ekki annað.
Hinsvegar stjórnar vinstra heilahvelið öllum hreyfingum hægra megin...ef það kveikir einhvern vonarneista í þér Heimir.
Takk fyrir þúsarann Kjartan minn!

 
At 20/3/06 7:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hann Nói fær sko þúsara frá Vídó vini sínum. Ég hef tekið það að mér að ala upp hægrimanninn í honum og tek ég það mjög alvarlega. Hann má trúa á jólasveina og föður sinn en krati verður peyjinn ekki.
Sjáumst um páskana....

 
At 20/3/06 7:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég legg til að þessum umræðuvef verði lokað:)Ótrúlegt að þessu hafi verið snúið upp í Kópavogspólitík:) Ætlun mín var að átta mig á hvort Nói væri örvhentur eða rétthentur.Bara til þess að tékka hvort hann myndi taka við af Ólafi Stefáns. Kv. Heimir "jafnaðarmaður" Haraldsson

 
At 20/3/06 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Nói! ég óska þess að þú sért hreinlyndur og hjartahlýr og Hildur vill að þú verðir kommi.
- Berglind frænka

 
At 22/3/06 1:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit allavegana að Nói Pétur Á. Guðnason er með hjartað vinstra megin þannig að ég hef minnstar áhyggjur af því að hann verði kapítalisti frekar en aðrir skynsamir menn :)

Hildur Edda ofurkrati

 

Skrifa ummæli

<< Home