Orð dagsins?
Mikið ofsalega fer orðið lífsstílsverslun mikið í taugarnar á mér! Hvað er þetta, erum við neytendur orðnir svo grunnhyggnir að við höldum að við getum verslað okkur inn lífsstíl? Eða er þetta bara svona bling orð sem markaðsfólk hefur vippað fram í von um að selja meira drasl. "Skellum bara inn stælí römmum, blómavasa og nokkrum rándýrum sófasettum sem gætu allt eins verið úr IKEA og köllum það lífsstílsverslun, það hlýtur að selja". Þó ég hefði ekkert á móti fallegum myndaramma í jólagjöf þá bið ég Guð að forða mér frá því að það kalli á breyttan lífsstíl. Ramminn má vera úr RL-línunni* fyrir mér. Sófasettið mitt er reyndar útatað í lífsstíl. Svona, ég-á-lítið-kámugt-barn lífsstíl. Svaka rokkað.
*Rúmfatalagernum
3 Comments:
Ásdís, þú ert einfaldlega betur gefin en fólk er flest!
Berglind
Ég hef alltaf sagt að þú sért efni í öflugan pólitíkus, þú ert svo réttsýn og meðvituð.
samála hildi :)
margret ros
Skrifa ummæli
<< Home