Litla-elding
Nói var indjáni á öskudaginn. Hann byrjaði með indjánanafnið Litla elding, af augljósum ástæðum. Seinna um daginn rak hann ennið í borðhorn og fékk stóra kúlu. Þá varð hann Sér-með-þriðja-auga. Dagurinn endaði illa því Nói fékk gubbupesti undir miðnætti og þá fékk hann sitt þriðja indjánanafn: Stóra-gusa. Honum líður strax betur núna takk. Eins og sjá má á myndinni er hann ekki árennilegur og líklegur til að flá höfuðleður af svo sem eins og tveimur bleiknefjum. Eitthvað var hann þó pirraður á stríðsmálningunni og smurði hana út í kinnalit.
1 Comments:
ég get nú ekki sagt annað en aðrar gamlar frænkur: jeminn hvað hann er dædur! Hvernær má ég koma í heimsókn og hitta ykkur?
Berglind
Skrifa ummæli
<< Home