Hver man ekki eftir þessum hérna?
Ekki áttum við systurnar margar plötur en þessi var sko í uppáhaldi. Ég man eftir mér sitjandi við plötuspilarann heima á Leifsgötunni að hlusta á Minipops. Ég starði tímunum saman á plötuumslagið og fannst blessuð börnin alveg stórfurðuleg en var í senn full aðdáunar.
Fékk eitt lagið sem þau tóku alveg pikkfast á heilann í dag. Man reyndar bara eftir viðlaginu: I think I´m going Japanese, I think I'm going Japanese. I really think so. Djúpt! Ég var að keyra ofan af flugvelli í morgun því mamma var að fara alla leið til Japan, nema hvað, og þá laust þessu í huga minn.
3 Comments:
Ekki átti ég heldur margar Plötur , en þessa átti ég..
Vel ef þetta var ekki bara sú eina.
Video kild the reydio star.. UUUUUU AAAAAAAAA.
Við verðum að heira þessa plötu um jólinn :)
P.S er voða spent að vita hvort þú komir :)
Bið að heilsa Margrét Rós
jáhá....man sko vel eftir þessari plötu þar sem hún hljómaði oft á Leifsgötunni, algjör snilld!
árný ("grænblágella")
Ég var nú meiri bara svona Rokklinga aðdáandi og... hérna... *hóst* mig langaði til að verða Rokklingur sjálf.
Skrifa ummæli
<< Home