mánudagur

Sóttkví


Ef þið hafið ekki fengið hand- fót- og munnveikina (eða gin og klaufaveiki eins og hún er kölluð hér á bæ) þá megið þið halda ykkur frá Trönuhjallanum næstu daga. Nói er þakin blöðrum eins og hann sé með bóluna og fátt hægt að gera en að bíða þetta af sér. Hann ber sig þó vel og neitar að segja hver smitaði sig. Segir bannað að klaga.

2 Comments:

At 21/11/06 9:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æ greyið Nói... en mikið rosalega er hann sætur, hann virðist bara verða sætari með hverjum deginum!

 
At 21/11/06 9:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Samkvæmt leikskólanum hennar Önnu Birnu á Íslandi heitir þetta gin- og klofaveiki. Þetta er gott nafn á kokteil á Maxsim, þá fær maður einfaldan gin og klof í framhaldi.

 

Skrifa ummæli

<< Home