Bókasöfn
Bókasöfn eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var ekki gömul þegar mamma fór að kenna mér á gamla spjaldskrárkerfið (enda konan bókasafnsfræðingur) og við mæðgurnar fórum reglulega að velja bækur fyrir kvöldlesninguna. Reyndar er ég alls ekki hrifin af að nota flokkunarkerfin. Best finnst mér að ráfa um og skoða kilina. Svo er svo rólegt andrúmsloft og enginn er dónalegur. Gamla Borgarbókasafnið í Þingholtunum var yndislegt og sakna ég þess mjög en safnið niðrí bæ er alveg stórfínt, þó ekki eins glæsilegt. Ég fór í gær (notaði reyndar tölvuna til að finna það sem mig vantaði) og var ekki alveg viss um að til væru bækur um efnið sem ég vildi fræðast um, en viti menn, það voru til fleiri en ég gat borið heim. Bókasöfn eru undursamlegir staðir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home