þriðjudagur

Vinur minn löggan
Maður einn sem var að læra íslensku fannst ótrúlega fyndið að lögregla væri kvenkyns nafnorð þar sem löggur voru í hans augum stórir og stæðilegir karlmenn. Reyndar hef ég líka haft fordóma í garð lögreglumanna og sagt þá valdsjúka, vitlausa og fleiri ljót orð. En staðreyndin er sú að löggur eru af öllum gerðum og ekki get ég lengur talað illa um löggur. Ástæðan er sú að nú hefur Ólafur Jóhann Borgþórsson þreytt lögguprófið og mun vernda borgara Heimaeyjar í sumar. Hann er sérlega friðelskandi en hlakkar þó mikið til að fara í júníform og geta heillað dömurnar. Kannski ég muni hætta mér eina ferð í Herjólf til að verða vitni að Óla handtaka peyja fyrir ólöglegar lundaveiðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home