Qué pasa?
Jú, í gær komst ég að því að nýjustu strætóarnir eru með barnavagnaöryggisbelti. Ég var reyndar ekki alveg að fatta fítusinn og sleppti því. Annars fórum við Nói niðrí bæ. Það var huggulegt. Sævar Karl bauðst til að passa fyrir mig. Ég bjóst alveg eins við að sjá Nóa í bleikri skyrtu og Armani bindi þegar ég kæmi til baka. En hann var svo töff í Iana kuldagallanum sínum að Sævar hefur ákveðið að leyfa honum að halda sér. Nói varð reyndar hundfúll að ég skildi ekki hafa vakið sig á meðan þessu stóð. Tautaði eitthvað um að ég leyfði honum aldrei að sjarma fólk með brosinu sínu. Bite me sagði ég.
4 Comments:
þú ert snjöll Ásdís. Þetta kallast örsaga, hún hefur upphaf, hámark, endi og innihald. Mikið hlakka ég til að fá áritað eintak þegar þar að kemur!
Berglind afmælisbarn
Já og það er líka írónískt háð, híperbóla og klifun í henni. Magnað segi ég. Magnað.
Og það besta er að Sævar bauðst í ALVÖRU til að passa. Reyndar bara hafa auga með vagninum á meðan ég kíkti á galleríið hans.
Nói hefur mjög einfaldan smekk,
hann velur aðeins það besta
hann velur Sævar Karl en ekki fötin hans.
sjáumst eftir nokkra daga
kv
Vido familie....
Skrifa ummæli
<< Home