þriðjudagur

Ást við fyrstu sýn?

Það er ákveðin hefð fyrir því í minni ætt að finna ástina snemma á lífsleiðinni en ef til vill er þó 5 mánaða full snemmt. Við vorum í ungbarnasundi og Nói litli átti erfitt með að gera æfingarnar sínar af því að við hlið hans var hin sex mánaða Þórhildur sem honum leist svona líka vel á. Þórhildur er pattaraleg og stutt hnáta. Kallinn er semsagt fyrir holdugar eldri konur í sundfatnaði. Þegar sú stutta veitti honum ekki næga athygli tók hann upp á því að skvetta á hana. Ég sagði honum að vera nú svolítið minna obvíus! Annars stendur Nói sig vel í sundinu, þegar hann getur einbeitt sér fyrir Þórhildi, en við foreldrarnir erum tossarnir í bekknum, búin að missa hann tvisvar með fésið ofaní og gleyma snuðinu. Guttinn lætur það ekki á sig fá og ræður sér varla fyrir kæti.

3 Comments:

At 13/4/06 1:16 e.h., Blogger Hildur said...

Þetta hljómar eins og efni í kvikmyndahandrið. Vanræktur námssveinn lætur sinnuleysi foreldra sinna ekki á sig fá heldur leitar huggunar hjá holdugri eldri konu í sundbol

 
At 14/4/06 7:16 f.h., Blogger tótla said...

hahahaha, Hildur snillingur! En ég verð að segja að mér líst vel á Þórhildi... en ekki hvað.

 
At 18/4/06 4:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heheh já thessar tótlur er afar lekkerar. ég er thér endalaust thakklát fyrir ad hafa sett inn mynd af Nóa thví ég hef varla geta sofid mig langadi svo ad sjá hann! til hamingju med hann, ekkert smá lekkert í honum!
nú fae ég mér blund
love, Bryndís

 

Skrifa ummæli

<< Home