Er allt að verða vitlaust?
Eitt stell sem ég sá og var voða flott var ekki svo sniðugt þegar ég skoðaði verðið. Súputarínan kostar !!!!29.000kr!!!! Og elskan hann Guðni sagði bara: "ekki langar mig í þessa súpukanínu, ég mundi bara missa hana" Reyndar sagði hann ekki súpukanínu en hann hefði alveg eins getað það því hann hafði ekki hugmynd um hvað súputarína var og það fannst mér fyndið c") Ég er enn og aftur farin að hugsa um heimskuna á bakvið sparistell sem maður notar einu sinni í mánuði. Mig langar allaveganna ekki í súputarínu sem kostar á við þreföld mánaðarlaun þriðjaheimsfjölskyldu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home