MEGA samviskubit
Ég rakst á Mr. Darcy (já alveg eins og í Pr&Pr) í sjoppunni og sagði bara hello. Hann er nebblega að sá sem sér um BA-ritgerðina og ég er ekki enn búin að fara að segja honum að hún verði ekki til nú í vor :( Og nú verður það erfiðar með hverjum deginum. Ég veit ekki einu sinni hvort hann verður eitthvað við í sumar til að lesa yfir fyrir mig. Og ég er núna með svo mikið nagandi smaviskubit og veit upp á mig sökina. Ég VERÐ að fara á mánudaginn til hans og hann má sko bara alveg vera pirraður á mér því þegar ég kom til hans fyrir rúmu ári til að ræða ritgerðina þá sagði hann mér að passa mig á því að draga hana ekki of lengi. Ég sagði bara no way og hló. En hvar er ég nú? Á vegi glötunarinnar, ó já!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home