laugardagur

Merkisdagur
Í dag, 10. maí hafa mamma og pabbi verið gift í 29 ár en höfðu þá verið saman í sjö ár þar á undan. Ég þykist vita að þau séu enn mjög ástfangin og ég vona bara að við Guðni verðum jafn hamingjusöm eftir 36 ára samband. Svo skemmtilega vill til að settið er einmitt á Akureyri nú um helgina þar sem þau felldu hugi saman á menntaskólaárum sínum. Að ári verður svo stórafmæli og nú þurfa ávextir ástarinnar (við systurnar að sjálfsögðu) að fara að skipuleggja hátíðahöld. Til lykke kære forældre!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home