Börn
Ég var ekki fyrr búin að sannfærast um að börn á foraðgerðastiginu væru skemmtilegar verur þegar ég þurfti að leysa af samstarfskonu mína og taka á móti 6-8 ára hópnum í kirkjunni. Leyf mér að sannfæra alla þá sem þetta lesa um að eignast aldrei 50 börn á 3 árum. Þessar villtu górillur eru búnar að eyðileggja raddböndin á mér og skaða heyrn mína til frambúðar. Og ég gat ekki einu sinni klárað hugleiðinguna mína (sem var skemmtileg að venju!) og átti bágt með að fá þau til að syngja. Ég er fegin að ég skuli ekki vera í skólanum í dag. Ég þarf daginn til að jafna mig. Öll börn eru hræðileg.