sunnudagur

Verano grande

Það má með sanni segja að skammt sé stórra högga á milli í fjölskyldunni. Ber þá helst að nefna að ég verð móðursystir á næstu vikum. Dreymdi um daginn að barnið ætti að heita Ásbjörn eftir mér og pabba. Fannst það bara hreint ekki svo galið...svo vaknaði ég :) Næsta titil hlýt ég 25. júní, þá verð ég prestmaddama og Guðni séra Guðni. Ég er þegar búin að panta tíma í lagningu og er að læra að búa til hinn fullkomna prestmaddömumarengs. Og ég er farin að æfa mig í að kalla Guðna "séra minn".
Ekki er ég alveg laus við titlatogið því sumarið verður ekki á enda fyrr en ég fæ að njóta mín sem yfirbrúðarmær í brúðkaupi systur minnar. Ég á reyndar eftir að telja hana inn á að leyfa mér það og kaupa handa mér lillabláan satín og tjullsprengjukjól og litla kórónu í stíl við hennar stóru. Ég spyr hana bara mitt í ljósbleika ný-móður stemmingunni og Bob er frændi þinn.
Eins og ber að skilja erum við spennt fyrir stóru sumri en hefðum svo gjarnan viljað hafa pabba gamla með á mikilvægum mómentum.