föstudagur

Eigindleg rannsókn
Við Guðni erum í sameiningu að kanna viðbrögð fólks við hárleysi hans. Þetta er alveg dásamlega spenandi tími og á hverjum degi spyr ég spennt hvern hann hafi hitt og hvernig þeir brugðust við.
1# "Af hverju" fólkið það er ekki mikið að spá í fagurfræðina en heldur gjarnann að Guðni eigi í persónulegri krísu.
2# "þetta er hræðilegt" fólkið, það telur að Guðni hafi rakað hárið vegna skerts fegurðarskyns og þess að hann kunni ekki gott að meta.
3# "Þetta er kúl" fólkið, sem er a)annaðhvort mjög kurteist eða b)staðlaðar fegurðarímyndir trufla þau ekki.
Ég mun svo að rannsókn lokinni draga saman niðurstöður og þroskagreina.

mánudagur

Ekki láta ykkur bregða...
...þó þið sjáið sköllóttan tvífara Guðna Más á vappi. Þetta er í raun Guðni. Það tók okkur tæpan klukkutíma að klippa og skafa þykkar krullurnar á brott. Hann er bara svo krúttlegur svona, litli ný-nasistinn minn, höfuðleðrið allt út í skrámum og blettum. Guðni fékk innblástur frá föður mínum sem rakaði allt burt fyrir nokkrum dögum og það er mál manna að hann sé bara unglegri fyrir vikið.

Þegiðu elskan
Við Guðni fórum á Kyrrðardag í Skálholti nú um síðustu helgi. Það var ekki svo erfitt að þegja, nema við matarborðið. Þetta var annars mjög góð reynsla og ótrúlega gott eftir annasama viku í Borgarholtsskóla. Guðna fannst erfiðast að komast ekki á textavarpið (!). Sigurbjörn gamli biskup var með tvær hugvekjur. Hann er nú meiri snillingurinn.