föstudagur

Ásdís hrapar í vinsældum
Ég átti erindi við þjóðskrá og kíkti á heimasíðuna þeirra hér. Þar eru skemmtilegar nafnaupplýsingar. 0.7 prósent kvenna bera nú einungis nafnið Ásdís en á síðustu árum hefur nafnið hrapað í vinsældum og 0.3 prósent stúlkna var gefið nafnið. Mér hefur alltaf þótt algeng nöfn leiðinleg þannig að ég hlýt að vera ánægð. Alltént betra en að vera á topp 10!

Samtal
Guðni: Ásdís? Ég er búinn að komast að einu!
Ásdís: Og hvað er það minn kærasti?
Guðni: Það er ég sem bý til draslið!

Vildi bara að það væri skjalfest for future reference.

Jól #8
Þetta verða áttundu jólin okkar Guðna en jafnframt þau fyrstu sem við borðum saman og tökum upp pakkana saman. Ég er því óvenju spennt fyrir þessi jól en að venju uggandi yfir áttundu jólagjöfinni. Guðni er nebblega ekkert svakalega góður gefari. Ekki það að hann splæsi ekki veglega..bara ekki í réttu hlutina. Nægir þá að nefna hórusloppinn fræga (sem ég nota reyndar mikið). En hvaða máli skipta gjafirnar þegar maður er umvafinn sínum vænustu. Það finnst mér í alvörunni vera jólin (sönn klysja)! Því fleiri því betra segi ég.

miðvikudagur

Lögreglan í Hafnarfirði...
lýsir eftir jólasnjó, hvítum að lit, um 2cm þykkum og þarf helst að koma niður í flixxum sem festast við tré. Sást síðast fyrir mörgum árum og er sárt saknað.

Húsfrúin Trönuhjalla 5...
Er langt komin með jólahreingerninguna (stofan bara eftir) og ætlar að versla síðustu gjafirnar á morgun. Ein smákökutegund verður bökuð, jólatré keypt og badabing badabong: jólin reddí.

Biiilað
Einhverjir hafa tekið eftir að Shout outið mitt er bilað og allt hefur þurrkast út. Kann ég enga skýringu á því og mun ekkert aðhafast til að laga það.

mánudagur

Amman á leiðinni
Danska amman kemur á miðvikudag. Hún lætur sér ekki muna um að dröslast yfir þúsund kílómetra for at holde fest. Samt var hún lögð inn á spítala í síðustu viku því drykkjusjúki heimilslæknirinn hennar (sem hún VAR pínu skotin í) lét hana bryðja pensilín sem hún er með bráðaofnæmi fyrir. Hún var því eins og fílamaðurinn í tvo daga. Það á ekki af ömmunum mínum að ganga því Ástrún amma er að fara í aðgerð á miðvikudag, en er samt alveg að fara að halda fjölskylduboðið á jóladag eins og undanfarin trilljón ár. Blessaðar ömmurnar.

Ásdís mælir með
1 cm þykku norsku mjólkursúkkulaði. Gott stykki af slíku er gleðipilla fyrir líkama og sál. Hjalti, háskólastúdent í Norge, færði okkur 2 risastykki og við erum því mjög sæl og í sykurvímu.