miðvikudagur

Hvað ætlar þú að vera í dag?
Í dag er öskudagur og þá eiga allir að vera eitthvað. Einu sinni var ég skipstjóri (fékk stúdentshúfuna hennar mömmu lánaða), einu sinni var ég sígauni og einu sinni afmælispakki. Í dag ætla ég að vera "crazy bride to be who has got to focus on her studies" (keupti búninginn sko í erlendri búningasölu).

;)
Kennarinn minn sendi mér wink í e-maili. Það gladdi mig mikið. Finnst það geta verið grunnur að góðu vinasambandi ;)

þriðjudagur

Hrikalegt
Á morgun kl. 10 á ég að skila 1500 orðum í samanburði á prototype og intentional aðferðunum við að greina merkingu hugtaka. Nú, 12 tímum fyrir deadline er ég komin með 285 orð. Og ég er að blogga!! Þetta er náttúrulega bara bilun.

mánudagur

Æskulýðsdagur kirkjunnar...
...var í gær og Magnea Sverris, samstarfskona mín, skipulagði frábært kvöld. Tónlist, dans og prins og kók. Stelpurnar sem sigruðu frístæl hlömmuðu sér á kalt steingólfið í kirkjunni eins og það væri æðardúnn. Rosa góðar maður, enda annað árið í röð sem þær vinna.

Klikkaðir tónleikar
Ég fór á miðnæturtónleika Þvottakvennanna í Iðnó á laugardag. Aldrei séð neitt þessu líkt. Ótrúlegt alveg. Fór líka á gjörningaklúbbinn í Perlunni. Útpælt hjá þeim systrum, en hefði sennilega verið flottara ef það hefði tekið styttri tíma. Ég hafði gaman af engu að síður.