laugardagur

Kann einhver á svona?
Ég minnist þess að hafa eitt sinn setið í hjarta frönsku Sviss og etið raklette af miklum móð. Diskarnir voru merktir númeri og svo sendi maður sinn disk reglulega út í eldhús og fékk hann aftur kúfullann af bræddum osti. Það voru bara kartöflur og súrar gúrkur borðaðar með. Og litlr laukar ef ég man rétt. Nú fékk ég svona raklette grill í jólagjöf og vonast til að vígja það á næstunni. En ég er alveg lens um hvaða ost ég á að nota. Og hvað á ég að steikja með ostinum? Hefur einhver reynslu af þessu. Með þökk, húsmóðir í vanda.

mánudagur

Góðir endurfundir
Ég ræddi drykklanga stund við mesta vandræðaunglinginn og hrekkjusvínið úr grunnskóla. Það hefði seint verið sagt um þann dreng að hann hefði átt framtíðina fyrir sér. En sem við tókum tal saman fór hann að lýsa því í smáatriðum, eins og ein af þessum ofurvæmnu nýbökuðu mæðrum, hvað það væri nú yndislegt að horfa á litlu eins árs gömlu telpuna sýna taka tennur og byrja að ganga. Hann skoraði á mig að drífa í barneignum, það væri svo náttúrulegt og gefandi. Og ég held að ég hafi aldrei hlustað á þetta barnið-mitt-er-svo-yndislegt..blablabla, af jafn mikilli gleði og hluttekt. Sannkölluð uppreisn æru.