Kann einhver á svona?
Ég minnist þess að hafa eitt sinn setið í hjarta frönsku Sviss og etið raklette af miklum móð. Diskarnir voru merktir númeri og svo sendi maður sinn disk reglulega út í eldhús og fékk hann aftur kúfullann af bræddum osti. Það voru bara kartöflur og súrar gúrkur borðaðar með. Og litlr laukar ef ég man rétt. Nú fékk ég svona raklette grill í jólagjöf og vonast til að vígja það á næstunni. En ég er alveg lens um hvaða ost ég á að nota. Og hvað á ég að steikja með ostinum? Hefur einhver reynslu af þessu. Með þökk, húsmóðir í vanda.