Ljúf og góð helgi
Helginn var mjög fín. Hápunkturinn voru tónleikar KK og Ellenar. Þau voru frábær. Svo má ekki gleym að ég keypti sundbol á útsölu í Bonganesi (eins og Guðni kallar Borgarnes). Ástæðan fyrir því var að þegar leggja átti í hann á föstudag fundust ekki bíkíníin mín og ekki gat ég farið berrössuð í pottinn. Ég borgaði fyrir hann 2000kr sem þykir nokkuð gott fyrir sundbol. Svo verð ég að segja að ég ELSKA kaupfélög. Þar getur maður fengið svo mikið af algerlega tilgangslausum hlutum, rétt innanum matinn. Kjötfars, kertastjaki, skinka, ullarhosur, lyftiduft í kílóapokum, gúmmítúttur......