föstudagur

Ný könnun
Takk fyrir að kjósa afmælisgjafir. Flestir vildu gefa mér hnífa eða pottasett...enda fékk ég bæði í alvörunni! Takk fyrir að vera gjafmild! Bara einn vildi gefa mér bók. ÞAð er skrítið. Ég er soddan bókaormur. En nú er kominn önnur könnun. Takið endilega þátt.

Bara strax kominn föstudagur
O hvað það er fínt þegar vikan er stutt. Á morgunn ætla ég í lautarferð með stórfjölskyldunni. Við ætlum út í Gróttu. Ég hef aldrei komið þangað áður (þótt ég sé Seltirningur). Á sunnudag er svo berjaferð ÁsBergHill Inc. Þannig að helginni verður varið í heilnæma útivist. Bara Betty í ofninn and off we go!

fimmtudagur

Jahérna. Haldiði ekki að samstarfsmenn mínir hafi verið búnir að leggja á borð með tertum og öllu. Svo fékk ég Snúbbí-sokka frá Magneu (við erum sko í glaðasokkafélaginu). Endalaus gleði og hamingja. Guð geymi ykkur.




What Kind of Relationship is Right For You?




Surprise surprise!

Ég á ammli
Já dagurinn byrjaði vel. Mamma hitaði kakó og fór útí bakarí. Reyndar ætlaði Guðni að gera eins en hann var bara of seinn (hugsiði ykku hvað ég er heppinn, fólk rífst um að fá að koma mér á óvart). Ég fékk óóógeðslega flotta pakka. Frá Mömmu og Pabba fékk ég...tata pottasett! Þrjá eðalstálpotta með þykkum botni og allt. Eitthvað verður nú eldað í þeim næstu árin. Það mætti nú segja mér það. Frá Guðna fékk ég....tata 3 hnífa og hnífastand. Svaka flott og ég er rosa ánægð með valið. (Guðni á það til að velja gjafir í nokkru flýti. Samanber Missa, tuskuorminn úr IKEA (Missi stendur fyrir misheppnaður) og hórusloppinn sem hann gaf mér um jólinn.) Svo fékk ég gjafabréf í Kringlunni frá ömmu. Systir mín kemur í kvöld og ég vona að hún komi líka með eitthvað smáræði til að gleðja litla hjartað í systur sinni. Frábært að eiga ammli! Takk allir.

miðvikudagur

ATHUGIÐ ALLIR VINIR OG VANDAMENN
Ég, Ásdís Björnsdóttir fylli 22 ár á morgun 8.ágúst! Sendið mér endilega afmæliskveðju eða komið og fáið ykkur súkkulaðiköku hjá mér í vinnunni! Ég er mikið afmælisbarn og fagna því sérstaklega að foreldrar mínir verða á sama lengdar og breyddargráðu og ég á þessum merka degi. Það hefur ekki gerst í 5ár!!!

þriðjudagur

Jibbý
Eftir vísindalega rannsókn hef ég komist að því að íslenski teljarinn er gjafmildari en sá útlenski. Ekki skal þó sagt hvor hefur rétt fyrir sér. Þannig að ég get að hluta til tekið gleði mín á ný. Samkvæmt teljari.is er ég búin að fá 29 heimsóknir en sá útlenski var í 73 í morgun og 88-29 eru 59. Það gera 14 í mismun milli teljara. Hverjir eru þessi 14 og af hverju missti sá útlenski af þeim. Eða bætti sá íslenski við af því hann hafði heyrt að ég væri óánægð með stöðuna?



which mr. men/little miss are you?
take the quiz & find out! :)
quiz made by

ÁsBergHil Inc.
Verður í berjatínslu um helgina. Lengi býr að fyrstu gerð!

ÁsBergHill Inc.
Það líða ekki mörg ár þar till nafnið hér að ofan verður á allra vörum. Svipað og Pricewaterhousecoopers. Þetta verður svona firma sem er í öllu en enginn veit fullkomlega hvað það gerir. Nýju fötin keisarans þið vitið. Samt ekki alveg svo slæmt. Við eigum örugglega eftir að eiga svitasjoppur í Tælandi og Taivan sem búa til eitthvað svakalega trendí sem allir verða að eiga. En samt verðurm við aðallega í bestun og einhverju glamúr PR. Svo ekki sé minnst á HR. Verðum allra bestar í því. "Asdis Bjorns, CEO". Viðætlum að ganga í eins fötum eins og Vattnessystur og byggja háskóla í Úganda og Sierra Lione. ÞAð er nottlega bara í góðgerðarskyni. Svo lofaði ég víst einhvernitímann að ég mundi kaupa loftræstikerfi í Casa Nova ef ég yrði rík. Ætli ég standi ekki við það.


What kind of rapper are you? Take the damn quiz @ KTHXBI!!!11 W0rd up s0n!!1


Fyrirgefiði en ég veit ekki einusinni hver þetta er! Ég þekki þó Hildar og Berglindar. Er þetta einhver nýr hálfspænksur eða hvað. No sé!

Ljúf og góð helgi
Helginn var mjög fín. Hápunkturinn voru tónleikar KK og Ellenar. Þau voru frábær. Svo má ekki gleym að ég keypti sundbol á útsölu í Bonganesi (eins og Guðni kallar Borgarnes). Ástæðan fyrir því var að þegar leggja átti í hann á föstudag fundust ekki bíkíníin mín og ekki gat ég farið berrössuð í pottinn. Ég borgaði fyrir hann 2000kr sem þykir nokkuð gott fyrir sundbol. Svo verð ég að segja að ég ELSKA kaupfélög. Þar getur maður fengið svo mikið af algerlega tilgangslausum hlutum, rétt innanum matinn. Kjötfars, kertastjaki, skinka, ullarhosur, lyftiduft í kílóapokum, gúmmítúttur......

Ég er tortryggin manneskja. Þess vegna hef ég ákveðið að setja inn íslenskan teljara. Vonani telur hann eins gjafmildilega og teljarinn henanr Berglindar. Því eru tveir teljarar á síðunni minni.

Verslunarmannahelgin og einn fjölskyldumeðlima stórslasaður!!!
Þegar ég var yngri var mér sko ekki hleypt einni út í buskann um versló. Nú er tíðin önnur og yngsti fjölskyldumeðlimurinn fékk að valsa um eins og ekkert væri. En það var eins og við manninn mælt, hann kom blóðugur, laminn og haltur heim í gærmorgun og lá allan daginn og hvæsti á okkur sem vorum að reyna að hlúa að honum. Mamma fór með hann uppá dýraspítala í morgun þar sem honum var gefin eitthvað sýkladrepandi. Þetta mun vera í annað sinn sem við þurfum að far með Láka upp á slysó vegna slagsmála í ár. Ég spyr bara, er hægt að endurgelda hann? Elskum óhikað...kisurnar inni um versló!

Ég er pakksödd. ÞAð er gaman að borða mikið á morgnanna. Þá verður maður saddur svo lengi og þarf ekki að hugsa um hádegismat. Á þriðjudögum er nebblega starfsmannamorgunmatur í kirkjunni. Mmmm...það er gott. Í dag kom María Ágústs með osta, lax, laxasalat og síðast en ekki síst rabbabaraböku með ís..ÍS!!! Hvílíkur snillingur. Ég borða svo mikið að ég skammast mín. Meira en allir hinir og ég er yngst.

Jæja, aftur sest við tölvuna.