fimmtudagur

Heimskt er heimaalið barn
Samkvæmt þessu hef ég heimsótt 8% af löndum heims (18 lönd) í 2 heimsálfum og er það heldur skammarleg prósenta miðað við eldri fjölskyldumeðlimi. Amma hefur til dæmis komið til allra byggðra landa með landamæri að sjó! Ég geri ekki ráð fyrir að ná henni nokkurn tímann. Vonast samt til að geta bætt Thailandi við í ár og þá bætist líka við þriðja heimsálfan.



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

mánudagur

Hálft ár í hjónabandi...
Nú hef ég verið gift í hálft ár og í tilefni þess bauð eiginmaðurinn mér á KFC. Við ákváðum að þetta væri kjúklingabrúðkaup. Svo skemmtilega vildi til að í dag labbaði ég inn sama kirkjugólfið og fyrir 6 mánuðum með 30 pulsubrauð, tómat sinnep og steiktan. Ekki kannski alveg jafn klassí og vöndurinn fallegi.