þriðjudagur

Ekta Shakespeare?
Stjórnendur landsins virðast hafa tekið sig saman þessa vikuna og ákveðið að setja á svið ekta harmleik. Gera nú ríkara fólkið aðeins ríkara og skíta svo á hina með því að hækka skatta, nei ég meina lækka. Og svo er líka klassískt að níðast pínu á námsmönnum með því að láta þá borga skólagjöld, nei ég meina hækka innritunargjöld.
Til að létta okkur aðeins lundina stígur svo á svið blessaður öðlingurinn hann Guðni Ágústs og er með svona Comic Relief í anda harmleikjanna. Er með uppistand í verslunarmiðstöð með remúlaði útá kinn og fréttastofum finnst hann svo sniðugur að hann fær alveg spes langan tíma í fréttunum til að sprella. Sem betur fer! Alþjóð þarf ekkert meira en að létt sé á spennuni öðru hvoru, rétt eins og áhorfendur harmleikjar. Exeunt. Tjöldin falla.