laugardagur

Diary of a Mad Bride
Guðni gaf mér einu sinni bók með þessum titli hér að ofan. Í dag var ég alveg gjörsamlega mad bride þegar ég var að kaupa frímerki á boðskortin. Ég keypti einhver merki og skoðaði þau svo á rauðu ljósi á leiðinni heim. Ég snéri við á næstu gatnamótum því ég sá að þessi frímerki gátu ekki með nokkru móti verið á fínu umslögunum mínum. Nei ó nei. þau voru nebblega með mynd af sveppum, SVEPPUM! for crying out loud. Hver vill hafa svepp sem heitir kúalubbi á dúllulegu brúðkaupsboðskortunum? Ekki mad bride! Þannig að ég fór á pósthúsið og bað afgreiðslustúlkuna um að bítta við mig. "Já ekkert mál, hvernig eru þessi? sagði stúlkan og sýndi mér frímerki með BELJU á. Þá sagði ég með vonlausri röddu: "nei þú skilur ekki. Áttu ekki með mynd af fjöllum eða blómum eða einhverju svoleiðis? Hún hélt auðvitað að ég væri gjörsamlega að fara yfirum en sem betur fer voru til blóm. Meira að segja bleik sem er einmitt uppáhalds liturinn minn! Nú er bara ein spurning í huga mér. Hvaða kjáni fær að hanna þessi frímerki eiginlega. Við þurfum fleiri frímerki með einhveju aðeins meira dönnuðu en sveppum og beljum!

Ásdís aka Brjálaða brúðurin

Aumingjabloggari
Ég hef ekki verið dugleg í blogginu að undanförnu. Það er svona þegar maður þarf að borga fyrir sín eigin skref. Ekkert ADSL lengur, bara leim upphringisamband. Svo hef ég líka haft alveg rosalega mikið að gera.