sunnudagur

Afsakið hlé
Ég biðst afsökunar á misheppnuðu djóki. Það var í raun ég sem skrifaði textann hér að neðan en vildi reyna að herma eftir því orðfæri sem barnalandsdömum er tamt. Og ég er í alvöru ólétt! Ég þarf að fara að hætta þessari misheppnuðu kaldhæðni.
Við vorum sumsé í ómskoðun á föstudaginn var og þar birtist þessi líka fallegi litli drengur sem spriklaði hressilega á meðan á myndatöku stóð. Allt á sínum stað að því er virðist. Og hvað er ein auka hendi milli vina. (Síðasta setningin er kaldhæðni).