Öskudagur
Við Nói lágum yfir grímubúningum fyrr í vikunni. Ákvörðunin var erfið og segja má að við höfum átt nokkuð strembinn díalóg um málið. Hann heimtaði að vera Margaret Thatcher en ég fann enga Maggy-grímu í hans stærð svo ég bauð honum að vera Condoleezza Rice. En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd varð þrautalendingin kettlingabúningur sem hann skartaði þó af miklum sóma. Við höfum alltént góðan umþóttunartíma til næsta öskudags.