fimmtudagur

Öskudagur


Við Nói lágum yfir grímubúningum fyrr í vikunni. Ákvörðunin var erfið og segja má að við höfum átt nokkuð strembinn díalóg um málið. Hann heimtaði að vera Margaret Thatcher en ég fann enga Maggy-grímu í hans stærð svo ég bauð honum að vera Condoleezza Rice. En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd varð þrautalendingin kettlingabúningur sem hann skartaði þó af miklum sóma. Við höfum alltént góðan umþóttunartíma til næsta öskudags.

sunnudagur

Hér er Nói


Já sonur minn er sætur fýr. Ég ætla að prófa myndafítusinn í fyrsta sinni. Nói Pétur er orðinn 3 mánaða og 3 vikna. Honum finnst fyndnast þegar maður snýr honum á hvolf eða blæs í bumbuna á honum. Nói kann ekki mikið, en hann veit samt að pabbi er fyndni gaurinn og mamma er matur.

Annállinn vinsæli endurvakinn

Þá er komið að því. Með mjólkurspýjur á báðum öxlum byrja ég aftur að blogga, enda pjakkurinn í miðdegislúrnum. Ferskari, fyndnari og umfram allt víðsýnni en fyrr. Æ, samt, þetta verður örugglega bara same old same old.