föstudagur

Ekkert grín
Ef þið haldið að það sé eitthvað grín að gifta sig þá eruð þið kjánar. Það kostar sko blóð svita og tár. Reyndar hefur ekkert blóð runnið ennþá...en ég er búin að svitna og væla smá líka. Og ég er rétt að byrja. Og svo er líka annað. Var ég ekki löngu búin að díla við almættið um að giftast prinsi...allaveganna greifa. Og hvað er Guðni...hann er allaveganna ekki eðalborinn. Og hana nú!

fimmtudagur

Freyjur athugið
Lýsi eftir huggulegri kaffihúsastemmningu. Má vera á virku kvöldi en þarf að hafa ágætan fyrirvara (lengra en síðast). Finnandi vinsamlegast hafið samband við mig og allar hinar Freyjurnar. Nu er tid til at hygge os!

Sofia bara búddlar og búddlar
Já eins og Þórey benti á þá var enginn trúlofun í Bachelor. Ég hafði víst ruglast á þáttum. En Þórey...þú verður að koma með skúbbið!

þriðjudagur

Er ég sú eina
Ég er farin að hugsa um jólin. Hvað á að gefa hverjum og svona. Er ég biluð? Eða er ég bara forfallið jólabarn? Látið heyra í ykkur ef þið eruð líka farin að plana. Ég þarf móralskan stuðning!

Bachelor
Já ég verð að viðurkenna það, ég hef séð alla þættina af bachelor. Og ætla að horfa í kvöld! Mun hann velja stelpuna með brjóstin eða klappstýruna? Ég veit ekki, mér finnst klappstýran feimna vera betri manneskja en brjóstin passa betur fyrir sveininn held ég. Annars veit ég að hann biður einhverrar. Jay Leno talaði um það þegar þættirnir voru sýndir í Ammmríku. Svo kom nottlega í ljós að Bachelorinn var ekki neitt ríkur eins og þeir eru búnir að gefa í skyn. Bara einhver meðaljón. En ég er alltaf að deyja úr Gildaleysi þegar ég horfi á þennan þátt.