Hælsæri
Það er fátt eins andstyggilegt eins og hælsæri. Ég er með svöðusár á báðum hælum og get ekki notað nýju penu sumarskóna mína þar af leiðandi. Þeir eru einmitt sökudólgarnir.
Betra þó en milli-táa bandaskóasæri. Ég fékk svoleiðis í brúðkaupsferðinni eftir að hafa túrhestast um bæinn á strandsandölunum. Það var ferlegt. Svo ekki sé talað um alla sýkingarhættuna. Sprittaði tásurnar hægri vinstri með tilheyrandi sársauka.
Ég gæti best trúað að orðið Skíthæll sé upprunið þegar einhver líkti fauta við hælsæri með slæmri ígerð. Virkilega slæmt skammaryrði það.