föstudagur

Á föstu
Guðni er rómantískur í síðustu færslu sinni á blogginu. Fallegt. Gullfallegt.

fimmtudagur

Fyrsti í kápu
Í dag var fyrsti í kápu. Fyrsti morguninn sem ég legg hýjalíni sumarsins og tek fram þykku og síðu kápuna mína og gellulegu rauðu leðurhanskana. Enda móðir allra skítaveðra úti fyrir. Vonandi er kápan samt ekki alkomin.

miðvikudagur

Verðlag
Það er nú ekki á hverjum degi sem eitthvað er ódýrara en maður heldur. En í dag keypti ég eitt meðalstórt chilli. Og hvað kostaði það? Jú, 12 krónur íslenskar. Tók þá ákvörðun að kaupa oftar chilli. Chilli ku gott vera, brúkanlegt jafnvel sem ástarmeðal.

þriðjudagur

Flottræflar í framhaldsskóla..
...hundalíf í háskóla. Við Guðni vorum að rifja það upp hvað við vorum miklir flottræflar fyrir sjö árum. Þá vorum við búin að vera saman í eitt ár. Við héldum uppá daginn með því að fara fínt út að borða og Guðni gaf mér árskort í Borgarleikhúsið sem gladdi okkur mjög. Það er af sem áður var, því nú á fimmtudaginn á ég von á að við sama tilefni finni ég kannski einhverja skemmtilega uppskrift í Thailensku matreiðslubókinni og Guðni gefur mér eflaust koss á kinn. Maður er aldrei eins ríkur (lesist "án afborganna") eins og í menntó, og aldrei eins fátækur eins og í háskóla.