fimmtudagur

Frí heilbrigðisþjónusta?
Í dag greiddi ég átján þúsund íslenskar krónur fyrir að láta sauma fyrir gatið á manninum mínu. Nei, ekki það gat. Þetta var gat á mallanum hans sem átti alls ekki að vera þar. Þar með bætist enn á þann reikning sem Guðni er í fullu starfi við að skapa með ýmsum kvillum sínum.
Kannski ætti ég að vera þakklát. Samfélagið greiddi jú aðrar átján þúsund krónur til að mæta sínum hluta kostnaðarins. Og ekki vill maður nú setja prís á heilsu síns ekta manns. Ég þakka ykkur skattgreiðendum fyrir ykkar hlut og vona bara að efnahagur okkar hjóna, jafnt sem þjóðarinnar allrar, leyfi frekari krankleika sem Guðni gæti fundið uppá.

þriðjudagur

Í andlegu verkfalli
Ég ákvað að fara í verkfall seinnipartinn eftir annasamann dag. Þetta byrjaði með fegurðarblundi, hélt áfram með kvöldfréttaglápi, pulsupastaáti og dásamlegum þætti af Gilmore girls. Og eftir smá stöðvaflakk byrjaði svo Judging Amy. En hálfvitarnir á Skjá einum fatta hreinlega ekki hvað fólk í andlegu verkfalli stóla mikð á sjónvarpsdagskrána. Því þeir sýndu GAMLAN ÞÁTT!! Ohhhh, ég varð alveg ýkt fúl og sagði skilið við heimilisaltarið. Alveg búið að eyðileggja gott gónkvöld.