laugardagur

Menning
Fór á opnun sýningar í dag. Margrét Rós heitir listakonan og er vinkona mín. Hún hefur áður boðið mér að koma og hef ég notið verka eins og svínshausa, þurrkaðra gullfiska og leyndarmála í vatni. Í dag voru þó til sýnis myndir af nunnum í Kraká, skemmtileg verk með mystískum undirtón. Svartar slæður nunnanna ber við blán himinn og maður sem hverfur í photoshop. Endurspeglar áhuga listakonunnar á klaustrum og fólkinu sem kýs að búa þar. Við Margrét erum sammála um að klaustur séu æðisleg. Og maður þarf ekki að vera nunna til að njóta þeirra.

Hildur Edda
Talaði við stúlkuna á MSN í gær og hún var hin hressasta. Hún sagði mér af illum beig sínum á spænskum sveinum. En fór fögrum orðum um aðra, sérstakelega einn. Segi ekki meir, segi ekki meir. Hildur kemur ekki heim um jólin og munu allir sakna hennar mikið. Bangsi og ég sérstaklega. Að lokum langar mér að skella fam nokkrum ljóðlínum sem eru mér sérstaklega kærar af því þær sameina minningar um Hildi og jólin:

Ich sage: Nein Nein, nicht am Weinacht, nein nein nicht am Weinacht.....

föstudagur

Áfall
Í gær var hæð mín mæld af atvinnumanneskju með fullkomnu mælingartæki og þá kom í ljós að ég er aðeins 165,5cm á hæð! Ég hafði talið mér trú um að ég væri 166.5! Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall og hef ég fengið viðeignadi aðstoð. Guðni talnaglöggi var ekki lengi að skella þessu upp í prósentur og sagði "Þú ert 1% minni en þú hélst!" Þannig að það má með sanni segja að ég hafi tapað prósenti af sjálfri mér á svipstundu...og það ekki á þverveginn.

Grasekkja
Kallinn farinn og foreldrarnir að djamma og ég verð því ein í kvöld. Og mér finnst það bara fínt! Get dundað mér við að búa til kennsluefni fyrir ritgerðina og svona. Svo get ég leigt mér spólu og borðað allt nammið sem Guðni bannar mér alltaf að kaupa. Haha..(ein ekki bitur!)

fimmtudagur

Drossíudrama
Það var farið að heyrast undarlegt hljóð í Micrunni. Í hvert skiptið sem stigið var á bremsuna heyrðust annarleg hljóð. Hgggggggggggghhh. Ég fann til með drossíunni, engdist um í bílstjórasætinu. Hugsaði hlýtt til gangkerfisins. "Þú getur þetta litli bíll. Ekki gefast upp! Ef þú hættir að keyra, hver á á að keyra mig í kirkjuna næsta sumar? Einhver glæný kerra sem aungvar hefur tilfinningarnar?" Svo var farið með hana til sérfræðings sem sagði að hún þyrfti nýja bremsuklossa. Og þannig klossar fást ekki bara í Hollandi. Svo nú er allt í góðu og ekkert hljóð heyrist ef maður hemlar á drossíunni. Guði sé lof.

Politically correct Bráðavakt
Já Dr. Benton er hættur og farinn og þá vantaði nýjan svertingja til þess að vera fulltrúi minnihlutahópsins. Og hvernig er nýji læknaneminn á litinn? Svartur. Kemur sér vel! Ætli þetta hafi verið tilviljun? Oh, ætli það. Ég er mjög ánægð með þann nýja. Hann er sætur, klár og góður við sjúklingana. En vissuð þið að svertingjar eru um 15% allra Bandaríkjamanna. Bara smá trivia.

miðvikudagur

Vana manneskju vantar
Til að læra fyrir próf og skrifa ritgerð um Bleak House eftir Dickens. Á sama stað vantar dagfarsprúðan einstakling til að missa nokkur kíló fyrir mig.
Hafið samband.

þriðjudagur

Ný könnun
Takið þátt og reifið helstu áhyggjur ykkar af samfélaginu!

mánudagur

Ruslabíllinn á Nesinu
Ég vildi bara segja ykkur frá ruslabílnum hérna. Hann er mjög skemmtilegur. Miklu skemmtilegri en appelsínugulu bílarnir í Reykjavík. (En takið eftir: við eigum bara einn ruslabíl!) Á hlið bílsins er nebblega mynd af frekar dólgslegum pandabirni á sólarströnd. Hann heldur á íslenska fánanum í annarri hendi og horfir beint fram, íbygginn á svip. Við hliðin á honum er uppblásinn sundlaugarbolti. Ef ég á að segja alveg eins og er þá minnar hann mig helst á einhvern barnaníðing. "Komiði að leika krakkar, ég er nakinn pandabjörn með sundbolta og sautjándajúníflagg. En kannski er ég bara að oftúlka. En það er allaveganna nokkuð ljóst að menn þurfa að vera á einhverju til að detta í hug að setja pandabjörn á sólarströnd utan á ruslabíl.

sunnudagur

B O B A
Já svona er þá box. Þeir kalla þetta Ólympíska hnefaleika, en mér fannst lítið ólympískt við blóðnasirnar og högghljóðin. En þetta var svoldið eins og með nautaatið forðum. Þegar maður kemst yfir upphaflegu ónotin í maganum og þaggar niður í Superegóinu (ekki viss um að það sé hollt þó) þá nær Id-ið yfirhöndinni og maður skynjar frumstæða löngun mannsins fyrir ósvikið adrenalínflæði. Ekkert bíómynda allt í plati neitt. Bara alvöru blóð og ekta sviti. Svoldill "Death in the afternoon" fílingur. Hemmingway hefði kannski kallað þetta "Blood before bedtime". Har har har har. Annars vil ég þakka Erlu, Kjartani og Guðmundi Arasyni fyrir hina mestu skemmtun. Gamli kann sko að halda partý.

Nú jæja, allt í lagi aftur!