laugardagur

Gleðilega páska
Einhvers staðar á Grikklandi æpa menn Christi annesti (?) út um gluggan hjá sér á páskadagsmorgun. Það þýðir Kristur er upprisinn. Hver veit nema ég veki nágranna mína í morgunsárið á páskadagsmorgun með þeirri kveðju. Það gerist nebblega ekki oft að mér takist að vakna á undan blessuðum börnunum í húsinu, sem vekja mig svo ævinlega með gólum í stigaganginum eða gráti úr rólunum þegar ég ætla að sofa út. En ég vakna alltaf árla morguns á páskadag til að fara í messu. Best að minnast upprisu frelsarans og hefna sín nú rækilega á litlu apaköttunum og foreldrum þeirra. Það er sko kristilegt.

miðvikudagur

Sandra í sundi
Röð tilviljanna beindi mér í Grafarvogslaug seint í gærkvöldi. Og hver var að skola af sér útlandalyktina í heitapottinum önnur en Sandra Sif Morthens og Magnús spúsi hennar. Voru þetta fagnaðarfundir hinir mestu, enda hef ég ekki séð stúlkuna síðan í júlí.

þriðjudagur

Dýrt súkkulaði
Mamma kuffti hand mér páskegg nr. 4 frá Nóa. Ég er fullkomlega meðvituð um að ég er 23 ára dekurrófa og bara nokkuð sátt með þann árangur. Mamma er ekki búinn að fatta að aðrar mömmur eru hættar að gefa.

Draumur okkar allra...
Bryndís krulluhaus er orðin flugfreyja. Ef ég hitti á þig Bryndís, villtu þá uppgreida mig. Eða allaveganna gefa mér auka blautþurrku.

mánudagur

Nýmæli
Réttupp hönd sem hefur fengið póstkort frá Kambódíu! Hjónin í Trönuhjalla hafa fengið póstkort frá Taiwan og nú í dag frá Kambódíu. Þar er hinn knái ferðalangur Bendt Harðarson á ferð sem er að hita upp um gjörvalla Asíu áður en han gerist fararstjóri fyrir okkur ferða-amatörana. Takk Bendt.

sunnudagur

10 ára
Ég á áratugs fermingarafmæli í dag en ég fermdist í Hallgrímskirkju þann 4. 4. kl 14 árið 1994. Ritningarorðin mín komu úr sálmunum 8:2, Drottinn Guð vor, hversu dýrðlegt er nafn þitt um alla jörðina. Ég steingleymdi hvað ég átti að segja þegar á hólminn var komið og gafti eins og dofin hæna þangað til presturinn hvíslaði að mér. Fyrir utan það var dagurinn bara veldig ruligt.

ÁsBergHill
Eigum við ekki að fara að halda aðalfund? Dagskrá: almenn aðalfundarstörf. Árskýrsla, yfirferð reikninga og huggulegt spjall yfir tebolla.

Ceep your cool