Gleðilega páska
Einhvers staðar á Grikklandi æpa menn Christi annesti (?) út um gluggan hjá sér á páskadagsmorgun. Það þýðir Kristur er upprisinn. Hver veit nema ég veki nágranna mína í morgunsárið á páskadagsmorgun með þeirri kveðju. Það gerist nebblega ekki oft að mér takist að vakna á undan blessuðum börnunum í húsinu, sem vekja mig svo ævinlega með gólum í stigaganginum eða gráti úr rólunum þegar ég ætla að sofa út. En ég vakna alltaf árla morguns á páskadag til að fara í messu. Best að minnast upprisu frelsarans og hefna sín nú rækilega á litlu apaköttunum og foreldrum þeirra. Það er sko kristilegt.