fimmtudagur

Kína Húsið
Ég er snjöll húsmóðir eða þannig. Ég bauð starfsmönnum unglingaklúbbsins (NB. áður "leiðtogum í æskulýðsstarfi") til mín í gær í mat. En ég lét Kína Húsið sjá um matreiðsluna og sótti ekki einu sinni matinn sjálf. Magne sá um það. Palli valdi matinn. Og ég er að segja ykkur, ef þið eruð hrifin af austurlenskum mat þá er Kína Húsið sko staður sem enginn má missa af. Sjúklega góður karrýréttur, klassískar rækjur í súrsætri osfv. Mmmmmm. Takk, Kína Húsið. Og hugsa sér ég hef horft á þennan stað í samtals um 200 klst út um gluggana á H og I (ha, var það ekki I annars?) stofu á gamla skóla. Aldrei datt mér í hug að fara þangað.

miðvikudagur

Skemmtileg staðreynd
Shakespeare skrifaði nafn sitt á 12 mismunandi vegu. Hann var uppi fyrir daga réttritunar. Ég nota hina viðurkenndu stafsetningu. Do you know which beer is the best? Shakespeare. (Nördó enskudeildarbandari sko.)

Stundaskrá
Ég verð að deila henni með ykkur. Enskudeild er staðráðin í því, þriðja árið í röð, að gera mig að aumingja. Fyrstu tímarnir eru aldrei fyrr en kl 10:15 og það er bara 2 í viku. Frí á fimmtudögum. Þar af leiðir að ég verð aldrei komin á lappir fyrr en eftir dúk og disk. Ég er reyndar bara í 2 kúrsum í enskunni, Shakespeare og 19th century lit. Svo er ég í Þroski barna og unglinga í Uppeldisfræði. Það er bara svona til að auka sjóndeildarhringinn. En ég verð að beiti mig miklum sjálfsaga ef ég á að tuskast áfram með ritgerðina. Úffí púffí.

þriðjudagur

Þabbara aldeilis
Frá því að hún Berglindýr fór í HR er alveg hætt að heyrast frá henni. Svona sérskólapakk er ekkert að hafa fyrir því að blogga lengur. Nei,nei, ég veit vel að hún er bara svona upptekin af náminu. Svo þarf hún líka að láta sjá sig sem mest til að allir viti hver ljóshærða skutlan er :)

mánudagur

Úff, með Afríku á hendinni
Ég er með Afríku á hendinni. Ég fékk nebblega armband beint frá afríku þegar Erna mágkona mín tilvonandi kom heim frá Kenýu-reisunni. Fyrst fannst mér lyktin sjarmerandi, alls ekki svo sterkt. Núna er ég búin að vera með það í allan dag og mér finnst ég lykta eins sebrahestur. Ég er samt ánægð með það og fíla mig geðveikt trendy hipp.