Bætist í búið
Ég held ég sé orðin svona 36% húsmóðir. Ég fékk nebblega sugu sem kennd er við ryk. Foreldrar mínir ætla að gefa mér hana í jólagjöf. En ég tók forskot á sæluna og ryksugaði upp stigann. Kröfug, létt og með Megapower takka. Á ég þó fyrir, gufusuðupott, 3 venjulega potta, hnífaparasett, ristabrauðsvél (sem flestir kalla brauðrist), glös, hnífa og jólaskraut. Það er samt eitt stórt sem vantar: íbúðina.