fimmtudagur

Bætist í búið
Ég held ég sé orðin svona 36% húsmóðir. Ég fékk nebblega sugu sem kennd er við ryk. Foreldrar mínir ætla að gefa mér hana í jólagjöf. En ég tók forskot á sæluna og ryksugaði upp stigann. Kröfug, létt og með Megapower takka. Á ég þó fyrir, gufusuðupott, 3 venjulega potta, hnífaparasett, ristabrauðsvél (sem flestir kalla brauðrist), glös, hnífa og jólaskraut. Það er samt eitt stórt sem vantar: íbúðina.

Jólagleði 6A
Hvað segið þið um það? Verðum við ekki að skella í einn hitting um jólin?

miðvikudagur

Góðann daginn Egilsstaðir!
Heyrið þið í mér? Fyndin ég....hahha. Ég er að fara að flytja fyrirlestur fyrir fólk á Egilsstöðum en verð samt bara hérna í Vesturbænum. Vonandi er ekki rok því þá heyra þau örugglega ekkert...hahha. Nei hættu nú grínstelpa. Ég ætla nebblega að notast við fjarkennslubúnað sem HÍ býður uppá. Þetta fynnst mér allt saman hið sniðugasta.

þriðjudagur

Dvel ég í draumahöll og dagana lofa
Var að versla Dýrin í Hálsaskógi fyrir frípunktana hennar (bangsa)mömmu. Þetta er ábyggilega í tvöhundruðasta skiptið sem ég heyri þetta, þetta var alltaf á fóninum þegar ég var barn. En gömul kynni gleymast ei og ég er enn forfallinn aðdáandi. Lék meira að segja Hérastubb bakara á sviði Austubæjarskóla hér um árið. Atzjúúúú!

Ný skammstöfun
Það kom maður áðan og tók burtu ISDN-ið. Ég veit ekki hvað skammstöfunin stendur fyrir. Svo setti hann ASDN í staðinn, veit heldur ekki hvað það stendur fyrir. Langar ekkert að vita það. En alla veganna þá veit ég hvað þetta þýðir allt saman. Ég get verið á netinu í 5 tíma án þess að fá bit sem kennt er við samvisku.

mánudagur

Doddi í draumalandi
Svo virðist sem Óli lokbrá hafi ruglast á Ásdísum síðustu nótt því mig dreymdi Dodda úr MR. Hann var að sjálfsögðu í nýju íbúðinni sinni í Ameríkunni, nema hvað að þetta var í blokk og blokkin var búin til úr einum stórum stillansa. Allt lék á reiðiskjálfi og ég hélt að húsið myndi hrynja. En ég klifraði upp í íbúðina og þar var ofsa fínn ískápur fullur af girnilegum mat. En Doddi, þú verður að mála aftur held ég, þessi græni litur var ekki að gera sig! Hvað myndi Freud segja við þessu eiginlega?