föstudagur

Merci beaucoup
Ég þakka viðurgjörning og samneyti húsmóðurinnar að Sólvallagötu 34 sem og piparjónkunnar úr Barmahlíðinni. Ekki forsmáðum við veitingarnar á þeim bænum sem húbóndinn hafði útbúið af mikilli natni, lasagna og eplabaka í eftirrétt ásamt alvöru heitu súkkulaði. Sérlega geðugt fólk og fylgið sér.

fimmtudagur

Idol-Stjörnuleit
Á morgun, föstudag, keppir Rannveig Káradóttir nokkur í Idol. Ég ætla að kjósa hana. Hún er jette bra. Og líka vinkona mín og frænka mannsins míns. Svo söng hún líka í brúðkaupinu og spilaði á þverflautu. Mjööög hæfileikarík!

Sálufélagi?
Einhversstaðar úti í hinum stóra heimi er einhver sem hefur sama smekk og ég. Hvernig komst ég að því? Jú, út er komin bók sem byggð er á málverki eftir uppáhalds málarann minn, Jan Vermeer Van Delft. Gott og vel, það er svo sem ekkert merkilegt svona eitt og sér. En svo bætist við að verið er að gera kvikmynd eftir bókinni, og hver leikur Vermeer? Mr. Darcy!! (Colin Firth) en Mr. Darcy er uppáhalds karl karakterinn minn úr uppáhaldsbókinni minni (Pride and Prejudice) og Colin Firth er...jah, þarf ég að segja meir?

miðvikudagur

Blessaður kallinn hann Kolbeinn
Bara farinn að prófarkarlesa hjá Oxford. Það er sko engin hækja!!

þriðjudagur

5 6A-ingar
ÁsBergHill hélt hádegisverðarfund í Odda en þá bar að Jónsa og Beggu. Skemmtilegt. Við Jónsi ræddum meðal annars hvað Jóhann Pétur væri orðin massaður og flottur. Hafa aðrir tekið eftir því?

Aftur um söfn sem kennd eru við bækur
Ég sagði frá því einhverntímann hér á blogginu að ég ætti í opinberu ástarsambandi við bókasöfn. Ég fór á safnið í dag og fór að gramsa í töskunni eftir skírteininu. Það fundust hvorki meira né minna en 3 skírteini. Bókhlaðan, Borgarbókasafnið og Kópavogssafnið. Ég áttaði mig á að ég yrði að taka mig á, fíkn mín hefur náð yfirhöndinni. Ég get ekki elskað öll þrjú!
P.s það er sænsk menningarvika á Borgó niðrí bæ.
P.p.s Borgó er áskrifandi að O-magazine
P.p.p.s Ísfólkið finnst í heild sinni í Kópavoginum
p.p.p.p.s Það kostar 300 krónur að leigja nýja spólu í Kópó og Borgó

mánudagur

Bókablogg
Tengdamóðir mín gaukaði að mér Sögunni af Pí í tilefni þess að ég hef lokið vist minni í enskudeild. Ég á nú í nokkrum vanda. Ég kláraði þessa yndælislesningu og er vön því að geta þá hoppað niður í skóla og hlustað á kennara og nemendur hella úr vikubrunnum sínum og kryfja svo bókina til mergjar í einni ritgerð eða svo. En nú er öldin önnur. Nú þegar ég hef ráðið í bókina eins og ég mögulega get þá er enginn til að ræða við um háþróaðar og akademískar kenningar mínar. Ætli ég þurfi ekki að skrá mig á einhvern nörra bókmenntaspjallþráð til að fá útrás. Háskóli, fyrirgefðu að ég kallaði þig smáskóli. Ég sakna þín. *snökt* Take me back!