fimmtudagur

OMG
Ég er búin að týna uppskriftinni minni að súkkulaði-mousse sem ég fékk í dönsku kellingarblaði. Þetta er algjörlega ómótstæðileg mús, engri lík. Létt, súkkulaðiþrungin og fersk. Þarna úti eru konur sem treysta á mig og músina. Maður getur ekki bara slumpað á magn í svona delicate ferli sem músartilbúningur er. Þetta er ekkert grín!

miðvikudagur

Aux Canada!



You're Canada!

People make fun of you a lot, but they're stupid because you've
got a much better life than they do.  In fact, they're probably just jealous.
 You believe in crazy things like human rights and health care and not
dying in the streets, and you end up securing these rights for yourself and
others.  If it weren't for your weird affection for ice hockey, you'd be
the perfect person.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid

þriðjudagur

Fasta
Að sprengidegi loknum hefst 40 daga fasta eins og flestum er kunnugt. Ég hef þó ákveðið að fasta ekki á hið hefðbundna kjöt...enda væri það engin raun fyrir mig, ég gæti lifað á brokkolíi og nammi. Það var því ekki aðeins sprengi-saltkjötsát í dag heldur sprengi nammiát. Ég ætla sem sagt að ögra þolgæði mínu og borða ekki nammi þar til ég gæði mér á páskaegginu eftir morgunmessu á páskadag. Og ég rita þetta hér til þess að ég geti síður svikist undan. Ég verð þó að viðurkenna að fasta þessi er ekki síður heilsufarslegs eðlis en trúarlegs. Smá letrið: "nammi" telst ekki kökur né popp.

sunnudagur

Öskudagur
Hafiði heyrt það nýjasta? Börnum í leikskólum er bannað að fara í grímubúning þangað á öskudag. Það gæti hrætt hin börnin! En sú dæmalausa vitleysa! Á ekki bara líka að banna bollur á bolludaginn. það gæti jú freistað barnanna til að leggjast í rjómaát. Og svo eru bolluvendir alveg hræðilegir hlýtur að vera. Þar er verið að kenna krökkum að berja foreldra sína!

Fyrirmyndarhjón
Kíkið á efsta hornið hægra megin