mánudagur

Tímaþröng
Nú detta mér nokkrir hlutir í hug til að redda mér út úr næstu vikum:
1#Hætta að sinna öllum húsverkum og ganga um í skítugum fötum með maganna fullann af Freschetta pizzum.
2#Kaupa mér aðstoð manneskju til að gera skólaskítverkin eins og að skrifa ígrundanir og afrita viðtöl, reyndar gæti ég ekki borgað henni mikið. Gæti kannski tælt ernann ellilífeyrisþega til verksins undir því yfirskini að hann fái hlutdeild í verðmætum einingum mínum á háskólastigi.
3#Hætta að sofa á nóttunni og nota þær til lesturs á kenningum um gildi hlustunnar í tungumálanámi. Já ef eitthvað heldur manni vakandi þá eru það kenningar!
En hvað er ég svo sem að kvarta...eru þetta ekki bara týpískar miðannaráhyggjur?