mánudagur

Nei hættu nú Guðni Már!

Guðni er þekktur fyrir að vera naskur þegar kemur að peningamálum. Og sparar á ólíklegustu stöðum. En að stela auka toiletpappír, nei ég hefði haldið ekki. Ég flatmagaði við sundlaugarbakkann þegar mér var litið á mann minn og sá að upp úr sundbuxunum mátti sjá dágóða lengju af klósettpappír lafa niður úr buxnastrengnun. Þetta hafði hann valsað með um hálft hótelið. Greyið ætlaði víst ekki að drýgja tekjurnar heldur er hann bara nörd dagsins. Guðni minn, skeina, slaka á rasskinnunum og SLEPPA! Ekki bætti hann úr þegar hann settist á hótelrúmið sitt og braut helminginn af fótunum undan því og þurfti að kalla út húsvörðinn til að skrúfa á nýja fætur. Annars er ferðin fín og hressleiki í mannskapnum. Allir með tilheyrandi strandsand í skorum og fellingum.