Gott glyðruboð
Listagúrúið Margrét Rós bauð til sín samstarfskonum sínum úr hinum ýmsu kirkjustörfum og ég fékk að koma líka. Hún kenndi okkur að búa til þæfða ullartrefla. Við borðuðum kjúkling og súkkulaðifondú og súkkulaðimús. Voða kósí. Eftirá skelltum við nokkrar í bæjarferð á Café List þar sem var spilað BOMBA fyrir gamla fólkið. Það minnti mig á Hildi í spænskum eróbikk tíma og ég brosti út í annað. Kvöldið endaði á Select í Fellahverfinu sem er náttúrulega virkilega klassí! Nú er ég þreytt og langar bara í súkkulaðiköku. Best að plata Guðna í göngutúr (sem endar óvart í bakaríi).