laugardagur

Gott glyðruboð
Listagúrúið Margrét Rós bauð til sín samstarfskonum sínum úr hinum ýmsu kirkjustörfum og ég fékk að koma líka. Hún kenndi okkur að búa til þæfða ullartrefla. Við borðuðum kjúkling og súkkulaðifondú og súkkulaðimús. Voða kósí. Eftirá skelltum við nokkrar í bæjarferð á Café List þar sem var spilað BOMBA fyrir gamla fólkið. Það minnti mig á Hildi í spænskum eróbikk tíma og ég brosti út í annað. Kvöldið endaði á Select í Fellahverfinu sem er náttúrulega virkilega klassí! Nú er ég þreytt og langar bara í súkkulaðiköku. Best að plata Guðna í göngutúr (sem endar óvart í bakaríi).

föstudagur

Hef enn ekki bundist skólanum mínum tilfinningaböndum
Þegar ég var í MR tók ég því bara nokkuð létt þegar skólinn gerði eitthvað fáránlegt eins og að láta mann taka stúdentspróf í íþróttahöllinni. Mér þótti vænt um skólann minn þótt hann væri oft með kjaft. Ég brosti bara út í annað og andaði djúpt áður en ég fór inn á klósett. En nú er tíðin önnur. Ég er búin að vera í HÍ í 2 og hálft ár og við erum bara ekkert að ná saman. Ef við værum í Bachelor þá fengi HÍ ekki rós. Núna fattaði ég að skólinn gæfi manni bara viku til að breyta skráningu eftir að skóli hæfist og nú þarf ég að vesenast og BORGA fyrir blað sem kennarinn þarf svo að skrifa undir til að ég megi skrá mig. Ooooh. Ég er sko ekkert að brosa út í annað og mér skít langar sko ekkert í HÍ peysurnar sem er verið að selja í bóksölunni. Var hinsvegar í MR peysunni á mánudaginn.

þriðjudagur

Aaaaarg
Loksins fékk ég síðustu einkunina og hún var ÖMURLEG! Ég fékk 7.5 fyrir Shakespeare sem mér gekk svaka vel í og hélt ég fengi minnst 8. Ég er brjáluð. Meðaleinkunin var 7.53 þannig að ég náði henni ekki einu sinni! Hvað er eiginlega að mér? Er ég orðin einhver leim meðalstúdent. Nú tek ég mig á!

sunnudagur

Skálholt
Stóð fyrir sínu. Og ekki var slor að fara í miðnætursund undir stjörnubjörtum himninum á næsta bæ. Svo gerðum við ýmsar kúnstir eins og að láta okkur detta afturábak ofan af vegg og verða næstum fyrir súrefnisskorti vegan 1000 kertaljósa. Nei nú ýki ég, það var verilega kósí í alla staði. Hasta luego.

Loksins jólagjöf
Við systurnar gáfum mömmu þrjú myndaalbúm og loforð um að setja aldagamlar myndir fjölskyldunnar í þau í jólagjöf. Að því varð svo loksins í dag. Svoddan dúllur voru pabbi og mamma þegar þau voru lítil. Reyndar erum við bara tæplega hálfnaðar með verkið þar sem systir mín var eitthvað ómöguleg og vildi ekkert gera nema það væri flokkað og skipulagt í þaula. Það var eins og hún væri að skipuleggja innrás inn Írak en ekki setja myndir í albúm. Við verðum sennilega ekki búnar með nema fram að 5 ára afmælinu mínu þegar næstu jól koma.