fimmtudagur

Síðasta vígið er fallið!

Ég er komin með strípur. Líður eins og síðastu hreinræktuðu merinni sem var nauðgað af hárgreiðslusebrahestinum. Hélt að þetta myndi bara aldrei koma fyrir mig. En ég er merkilega sátt við útkomuna, finnst ég nokkuð svöl með nýja stílinn. Tilefnið er að sjálfsögðu brúðkaup minnar elskulegu systur sem er nú um helgina og þar sem ég á bara eina þá býst ég ekki við að þurfa að leggjast undir álpappírinn á ný.

sunnudagur

Orlofið á enda

Þá er maður aftur farinn að skila einhverju í ríkiskassann og hætt að vera bótamella. Ég lærði mikilvæga staðreynd um sjálfa mig á meðan á orlofinu stóð...ég er ekki tilbúin til að gerast heimavinnandi húsmóðir. Gráu sellurnar hrörna beinlínis!
En í sumar hef ég þó alls ekki setið inni og gónt á Neighbours. Neibb, manni, barni, mér og bíl var druslað um landið í nokkrum ógleymanlegum ferðum. Hér má sjá myndir af því öllu saman. Austurland, Vestmanneyjar og fleira