fimmtudagur

Ásdís...fyrst með fréttirnar
Myndin hér að neðan er í DV-Magasín í dag. Gaman gaman!

miðvikudagur

Glaðar stelpur á Landsmóti

Þetta eru Íris, Unnur, Angela, Ásrún, Halla og Gró stendur. Sætar gellur ekki satt, enda eru þetta stelpurnar mínar. Við fórum á Landsmót Æskulýðsfélaga um síðustu helgi og þær voru alvega að springa úr gleði hele tiden. :)

þriðjudagur

Til hamingju með afmælið
Sem ég sat á þrekhjólinu (ég veit það hljómar ótrúlega) og var að horfa á VH1 þá birtist á skjánum aðallag myndarinnar Boddígard, I will always love you með Whitney Houston. Mér var hugsað til þess þegar ég fór í Bíóhöllin að sjá þessa mynd. Hvað mér fannst hún æði. Ekki svo langt síðan. En í myndbandinu voru þau skötuhjú Kevin Costner og Whitney, bæði svaka myndarleg. Kevin ekki orðinn gammel og Whitney ekki heróínsjúklingur. Ég fór þá skyndilega út í heimspekilega sjálfsviðræðu um tímann og vatnið. Og viti menn, þegar lagið endaði kom upp nafn lags, og ártal. 1992! Jah hérna, heil 10 ár síðan. Og bara 10 ár síðan. Til hamingju með afmælið Boddígard. Ég á þig í unglingaminningunni minni.