fimmtudagur

Brúðkaup jólasveinsins




Ég var að skoða brúðarkjóla á netinu (gaman mjög!) og fann þá þessa mynd af konu sem er greinilega að fara að giftast Jólasveininum. Þar sem tilvonandi eiginmaður minn er í sveinabissnessnum þá gæti þessi kjóll verið álitlegur kostur fyrir mig. Eða hvað?

Ég er veik og lasin
Með stíbbblaðar ennisholur og slím í hálsakotinu. Og þegar þannig ber undir langar mig alls ekki að borða spesjal kei heldur heitt te með hunangi. Annars finnst mér fínt að vera lasin....annars má ég ekki vera lasin nema til kl. 6:30 því þá þarf ég að vera á námskeiði ungra leiðtogaefna. (það er nýjasta vinnan mín sko, að skipuleggja það meina ég). En þangað til er ég undir sæng að lesa Tess of the d´Urbervilles.

mánudagur

5 ástæður fyrir því að mér finnst fínt að það sé að snjóa
*það er róandi að horfa á snjó snjóast
*Hann er hvítur, sem er fallegur litur
*Hann er mjúkur og sætur
*skömminni skárri er rigning
*Hann er jólalegur

Jibbý, það snjóar!

Namminamm
Ég bjó til Súkkulaðimús um helgina. Ég held í alvöru að þetta sé það besta sem ég hef mallað um ævina. Að sjálfsögðu læt ég uppskriftina fylgja með eins og sannri hustru sæmir:
1 1/2 plata súkkulaði, brætt
1 msk appelsínubörkur (rífa í mjög smátt)
3msk sterkt kaffi
2 eggjarauður
300ml þeyttur rjómi
blanda öllu saman og svo
stífþeyta 2 eggjahvítur og blanda varlega saman við blönduna
kæla og borða síðan.
Fólkið mitt var alveg spinnigal yfir þessu og ekki líður á löngu þar til aftur verður hafist handa.