föstudagur

Aumingja Michael Jackson
Hann er barasta alveg steiktur í gegn eins og góður kalkúnn á gamlárskvöld. Það hefðu sko verið jólin hjá Freud ef hann hefði lagst á gamla góða bekkinn. "Nei nei, hvaða vitleysa, þetta eru ekki lýtaraðgerðir, ég breyttist bara á gelgjunni". (Eins og allir vita breytir maður um kynþátt við fermingu.) En ég held samt ekki að Mikki sé eitthvað vondur maður og mér fannst þessi breti fara illa með hann. Þetta var algjör æsifréttamaður, var sko ekkert að kynnast hinum sanna konungi poppsins, bara að spyrja hann út í gamlar slúðursögur. Bannað að nýðast á minnimáttar! Michael er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og eins og margir vita tókum við Hildur að okkur að þýða texta fyrir stráksa. Bidda Jóns er ekki' ástin mín, hún er bara stelpa sem heldur að ég sé sinn...en strákurinn er ekki minn.

fimmtudagur

Drottinn blessi nýja fína heimilið mitt!!!!
Já nú er ég orðin íbúðareigandi! Verið ávallt og innilega velkomin að Trönuhjalla 5 þangað sem við Guðni flytjum í maí næstkomanda. Kaupin gerast sko hratt á eyrinni og 2 aðrir buðu í sömu íbúðina fyrir hádegi...og bara bing bara bong...við skrifuðum undir fyrir fjögur. Ég er í sjöunda himni og ekki er verra að mamma er að elda kjötsúpu í tilefni dagsins. Nú segi ég bara með afar dimmri röddu "Það er gott að búa í Kóbbbavogi".

mánudagur

Góður gospelkór
Ég heyrði Gospelkór Reykjavíkur syngja í fyrsta skipti um helgina. Þau voru betri en ég þorði að vona og ég fékk meira að segja tár í augun þegar þau tóku I love the lord (Whitney Houston lag), gæsahúð á bakið og allt. Þá var sko sungið Guði til dýrðar, Amen! En nú finn ég ekki diskinn minn með laginu svo að ég er bara að hlusta á Bien Sabroso á diskinum Latino Fiesta sem ég keypti á útsölu í skífunni fyrir nokkrum árum. Ekki jafn gott en gott samt.