föstudagur

Alles klar, ja? Super!
Nú er bara dekrið eftir. Allt (jah, eigum við að segja flest) er til reiðu og svo ætla ég bara að leigja mér einhverja brúðkaupsmynd og borða maxipopp í kvöld. Sef svo í rúiminu sem ég fékk í fermingargjöf og knúsa Láka í staðinn fyrir Gussa. Hugsið fallega til mín...þá serstaklega húðarinnar minnar sem ákvað að springa út eins og blóm að vori (bólur orðnar tvær!).

fimmtudagur

Með bólu
Ég er með bólu. Hún er staðsett um einn cm frá auganu uppi við nefhrygginn og er minn versti óvinur. Að öðru leiti líður mér vel og er bara kominn með eitt fiðrildi í magann.