laugardagur

Nýtt
Gamla könnunin var orðin fellega súr og einhverjir sjallavinir búnir að kjósa heldur oft þannig að ég setti inn nýja. Alltaf hefur mér þótt orðalagið "að rugla saman reitum" sniðugt og margslungið. Sennilega eitt af mínum uppáhalds orðatiltækjum.

föstudagur

Gleðilegt nýár
Nýliðið ár nefndi ég fyrirfram Annus Magnus eins og lesendum rekur eflaust minni til. Það var og, því árinu 2003 verður seint slegið við. Um síðustu áramót var mikið til ákveðið hvað gerast skildi. Snúast nú heldur betur hlutirnir við því eigi veit ég svo gjörla hvað gerast muni á því herrans ári 2004. Reyndar man ég ekkert í augnablikinu sem er ákveðið utan þess að ég á miða til Kóngsins (sem er reyndar drottning) Köbenhavn í sumar. Ýmislegt annað er þó í burðarliðnum og aldrei að vita hvað dregur til tíðinda. Aðrir í fjölskyldunni hyggja þó á stórt, settið á 30 ára brúðkaupsafmæli og systir mín verður meistari með vorinu.
Guð gefi okkur öllum blessunarríkt ár.

Pólitíkin stelur áramótunum
Ég barasta skil ekki hvernig það hefur læðst in í huga fjölmiðlamanna sem og annarra að pólitík eigi einhverja alsherjar samleið með áramótum. Skaupið, það er bara um einhverja stjórnmálamenn. Gamlársdagur í sjónvarpinu er undirlagður af flokkapólitík og vart hægt að snúa sér fyrir fólki sem er að velta sér upp úr nokkurra mánaða gömlum umræðuefnum af Alþingi. Ég segi að næstu áramót verði til dæmis tileinkuð öllu sem byrjar á T. Tertum, timijan, túputyggjói, tartalettum, tímasóun, túrbínum og títiprjónum.

þriðjudagur

Ertu skyggn?
Hjálpaðu mér þá að finna gemsann minn sem er búinn að vera týndur frá því um 16 des!
Í dag var ákveðin uppgjöf í gemsaleitinni þegar ég lét flytja símhringingar í heimasímann. Er farin að hallast að því að ég hafi misst símann á víðavangi. Næsta skref er því að hringja í íbúana að Víðavangi og spyrja frétta.