þriðjudagur

Miðannarsyndrómið

Hélduði kannski að það væru bara nemendur sem fengju kvíðakast um þetta leiti? Önnin hálfnuð og mér finnst ég ekkert hafa gert og allt það. Jú auðvitað eru örlítill munur. Ég efast til dæmis alls ekki um hæfni mína sem nemanda lengur. Ég er handviss um að ég myndi brillera í menntaskóla núna. (Ætti ég ekki bara að tala við Ingva rektor um endurtekt á öllu havaríinu?) En í staðinn efast ég nú um fagkunnáttu mína. Ég kann bara yes, no og shit. Ekki jack sjitt. En þetta reddast oftast einhvern veginn. Ef maður segir bara hlutina af nógu miklu öryggi þá er ótrúlegt hverju fólk trúir. Sjör, trust me, I'm the títsjer. Svo er mér sagt af reynsluboltunum niðrí skóla að þetta sé normalt, komi svona með árunum....úffí púffí...