föstudagur

Jesus is my homeboy
Á landsmóti æskulýðsfélaga er venja að gefa boli eða aðra minjagripi. Mér datt í hug að gefa boli sem einhverjar Hollyvúdd stjörnur hafa sést í. Á þeim er mynd af Jesú og textinn Jesus is my homeboy. Frekar töff svona. En það er greinilegt að fleirum finnst það því bolirnir kosta rúma 24 dollara fyrir sendingakostnað. 24x300 krakkar gera 7200 það x72 gera 518400kr. Mér datt svo sem alveg í hug að þetta yrði allt of dýrt, en bjartsýni borgar sig. Sorrý krakkar, engir stjörnubolir í ár.

fimmtudagur

Umferð
Það er eins og að kúka hnefastórum hnullungi að reyna að komast frá Kópavogi út á Mela klukkan átta að morgni. En sem betur fer bjargar Tvíhöfði gjarnan ökuferðinni með léttu sprelli eða háalvarlegum umræðum.

miðvikudagur

Verðlaunablogg?
Mitt? Varla. En ég er þó sennilega einn af fáum bloggurum sem fær einkunn frá HÍ fyrir bloggið sitt. Ég er að stúdera upplýsingatækni í slólastarfi sem er sennilega einn praktískasti kúrs sem ég hef tekið. En það undarlega er að það skiptir litlu máli hvað ég skrifa (og ég má skrifa "týna ber" milljón sinnum). Nei, það sem skiptir máli er að ég kunni búa til svona síðu. Kannski ég hreinsi aðeins til á síðunni í tilefni af þessu. Og ég sem hræðist html-eins og svartadauða.

mánudagur

Ber
Nei, ég sit ekki nakin við skriftir. Ég týndi samt bláber um helgina í gósenlandi foreldra minna. Ég hef bara sjaldan séð annað eins. Bara allt blátt. Og ég náði ekki að týna nema smá hluta. Þess vegna datt mér í hug að græða pening. Datt í hug að augýsa. Bláberjatýnarar athugið. Góð lyng til leigu. 200kr m2. Á sama stað djúsí krækiber. Það er verst að þetta fæst ókeypis út um alla vegkanta. En nú er ég að borða spesjal-kei með bláberjum. Skemmtileg tilbreyting.