Jesus is my homeboy
Á landsmóti æskulýðsfélaga er venja að gefa boli eða aðra minjagripi. Mér datt í hug að gefa boli sem einhverjar Hollyvúdd stjörnur hafa sést í. Á þeim er mynd af Jesú og textinn Jesus is my homeboy. Frekar töff svona. En það er greinilegt að fleirum finnst það því bolirnir kosta rúma 24 dollara fyrir sendingakostnað. 24x300 krakkar gera 7200 það x72 gera 518400kr. Mér datt svo sem alveg í hug að þetta yrði allt of dýrt, en bjartsýni borgar sig. Sorrý krakkar, engir stjörnubolir í ár.