miðvikudagur

Aftur í nútímann
Eftir að hafa lifað 3 gemsalausa mánuði hef ég nú aftur eignast einn slíkann. Ég veit að þetta gleður ýmsa sem reynt hafa að smsa mér að undanförnu eða ná í mig á ögurstundu. Þakka ber eðalvininum Ólafi Jóhanni fyrir að gefa mér gamla símann sinn sem er reyndar glerfínn og sennilega flottasti sími sem ég hef átt. Endilega sláið á þráðin eða sendið mér eitt fallegt sms.