föstudagur

Ferðalag II
Já það er ekki langt stórra högga á milli því nú skal haldið til Skálholts, þess forna höfuðbóls kristni og menntunar í voru landi. Síðan ég las Íslandsklukkuna þykist ég vera Snæfríður Íslandssól í gallabuxum. En Skálholt er sérstaklega góður staður og ekki er kokkurinn lélegur, það get ég sagt ykkur af áralangri reynslu. Svo er hótelið svo skemmtilega hannað og fá hús sem hafa heppnast betur. Það minnir mig á eitthvað austurlenskt.

Bannað að gera hluti einfalda
Einu sinni var maður hjá Íbúðalánasjóði sam gaf fólki of góðar upplýsingar og hann dó. Allir þessir pappírar á mismunandi stöðum er nú bara til að æra óstöðugan. Nýjasta nýtt er vottorð sem kostar 1000kr sem segir að ég og Guðni höfum ekki átt íbúð síðustu 3 árin! Hverju finna þeir uppá næst?

þriðjudagur

Ný kosning
Kjósið lýðræðislega takk, þó það sé hægt að svindla.

15 ára bið á enda!
Þegar ég var á að giska 6 ára fór ég í brúðkaup hjá syni afa og ömmu og mér fannst brúðurinn hún Steinunn fallegri en allt og uppgötvaði þá að ekkert væri skemmtilegra en að vera í brúðarkjól. Og í gær herrar mínir og frúr, fékk ég loksins að máta brúðarkjóla. Jibbbbbbý! Við löbbuðum inn í herbergi á Brúðarkjólaleigu Dóru og fengum næstum ofbirtu í augun af öllum hvítu kjólunum. Svo var ég sett í korsilett og undirpils og klædd í allskonar kjóla. Ég tísti eins og smástelpa allan tímann og ömmu féllust hendur og mamma brosti og systir mín tók myndir og sagði að ég væri ekkert kjánaleg. (Sumar konur eru neggblega kjánalegar í 5 metrum af hvítu tjulli) Tengdó var líka og henni fannst voða gaman held ég. Nú hugsa ég ekki um neitt annað en kjólinn "minn" og hvernig slör fer best við. Svo verð ég að fara í handleggja sheip up og æfa mig að ganga í háum.

mánudagur

Guðni brill
Hann predikaði í gær á Skipaskaganum og ég var svaka stollt af honum. Hann talaði um Mörtu sem mæðist í mörgu og Maríu systur hennar, eða var það öfugt? Gáta: hvað hét bróðir Mörtu og Maríu? Fyrstur að svara rétt fær stubbaknús!

Skemmtileg saga
Systir mín bauð í mat og fannst ekki vera til nóg kjöt og skar þess vegna af puttunum sínum til að hafa með. Magna datt ekkert annað í hug en að hringja í DÝRALÆKNI!!! hahahaha, enda hef ég alltaf sagt að Bryndís væri óttalegur hundur hahha! Og svo kom dýradoksi og batt um puttnana. Til að skemma söguna aðeins verð ég þó að nefna að bróðir hans Magna er dýralæknirinn í sögunni og því var brugðið á það ráð að kalla til hans í stað hefðbundnari læknis. Annars hefur stelpan það fínt og varð ekki varanlegt tjón á fingrunum, enda hefði þá verið úti um þann mikla frama sem stelpan á fyrir sér í píanóleik, hahahha! Ég er soddan grínari, hún nennir aldrei að spila.